Flugvélaframleiðandinn Boeing mun í vikunni tilkynna að 2.500 starfmenn fyrirtækisins munu verða sendir í launalaust leyfi. Ástæða þess er hrun á alþjóðlegum flugmörkuðum vegna COVID-19 veirunnar. Frá þess er greint á vef Wall Street Journal .

Um er að ræða fyrstu stóra niðurskurðinn síðan 2017 þegar fyrirtækið sagði upp 1.500 starfsmönnum í hagræðingaraðgerðum.

Hjá fyrirtækinu starfa nú um 18.000 alþjóðlegir starfsmenn og mun fyrirtækið jafnframt segja upp 700 starfmönnum í Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi.