Hlutabréf ameríska flugvélaframleiðandans Boeing hafa lækkað um 4,69% í dag eftir að Kínverjar kynntu að þeir hyggðust setja tolla á flugvélar frá Bandaríkjunum.

Tollarnir voru settir á sem andsvar við tollum Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, en hann setti tollana á til þess að refsa Kínverjum fyrir hugverkaþjófnað. Auk flugvéla munu Kínverjar leggja tolla á 105 aðrar vörur en þeirra á meðal eru sojavaunir, bílar og ýmsar efnavörur. Verðmæti innflutnings á umræddum 106 vörum er áætlað um 50 milljarðar dala.

Tollunum þykir sérstaklega beint að fylkjum sem styðja forsetann og svipar að því leyti til aðgerða sem Evrópusambandið hugðist beita þegar fyrst var tilkynnt um tolla á innflutt ál og stál í Bandaríkjunum.