Hitabylgja sumarsins hefur orðið til þess að bókunum hjá ferðaskrifstofunni Thomas Cook hefur fækkað. Fleiri kjósa heldur að halda sig á heimaslóðum fremur en að ferðast.

Á meðan fyrirtækið sá fram á 11% fjölgun í bókunum sumarsins hefur þeim fækkað á undanförnum vikum. Fyrirtækið gerir ráð fyrir því að árstekjur þess verði minni en væntingar gerðu ráð fyrir. Yfirleitt hefur fyrirtækið fengið allar sínar árstekjur yfir sumartímann.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Peter Fankhauser, sagði að Evrópubúar hafi í auknum mæli frestað ferðaplönum þetta sumarið til að njóta hitabylgunnar.

Hlutabréfaverð í Thomas Cook jókst um meira en 3% á síðasta þriðjudag.