Felipe Calderon , fyrrverandi forseti Mexíkó, finnst lítið varið í hugmyndir forsetaframbjóðandans Donald Trump um að byggja múr milli ríkja Bandaríkjanna og Mexíkó í þeim tilgangi að fæla ólöglega innflytjendur frá landinu.

Trumo hefur lýst því yfir að hann myndi byggja slíkan múr, yrði hann kjörinn forseti Bandaríkjanna, og enn fremur hyggst hann fá Mexíkó til þess að greiða fyrir múrinn.

Calderon sagði að slíkur múr væri gersamlega gagnslaus, og að „mexíkóska fólkið myndi ekki greiða eitt einasta sent fyrir svo heimskulegan múr!”

„Þau fyrstu til að verða fyrir skaða af slíkum ákvörðunum væru væntanlega Bandaríkin sjálf,” sagði Felipe. ”Ef [Trump] heldur að það sé að fara að færa Bandaríkjunum velsæld að girða landamærin af, hvort sem er fyrir viðskiptum eða fólksflutningi, þá er hann gersamlega geðbilaður.”