Tæplega 17 milljóna króna tap varð á rekstri Malbikunarstöðvarinnar Höfða á síðasta ári og varð neikvæður viðsnúningur í rekstri stöðvarinnar, þar sem hún hagnaðist um 116 milljónir króna á síðasta ári.

Tekjur drógust nokkuð saman milli ára og námu 1,4 milljörðum króna í fyrra, samanborið við 1,9 milljarða árið áður. Eignir námu 1,7 milljörðum króna í árslok 2020 og eigið fé 1,5 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall í lok síðasta árs var 87,9%.

Í ársreikningi kemur fram að framleiðsla stöðvarinnar hafi verið töluvert minni árið 2020 en gert var ráð fyrir. Opinberir verkkaupar hafi dregið saman útgjöld til viðhalds gatna og vega, sem hafi komið niður á malbikssölu.

Malbikunarstöðin Höfði er í eigu Reykjavíkurborgar. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins lagði í vor til að félagið yrði sett í söluferli þar sem eignarhaldið skekkti samkeppnisstöðu, en tillögunni var vísað frá í borgarstjórn.