Hagnaður Iðnmarks, sem framleiðir meðal annars stjörnusnakk og -popp, nam 98 milljónum árið 2019, samanborið við 105 milljónir árið áður.

Tekjur námu 382 milljónum og jukust lítillega, en útgjöld breyttust lítið önnur en launakostnaður, sem jókst um 23 milljónir. Eignir námu 941 milljón í árslok, eigið fé 882 milljónum og eiginfjárhlutfall því 94%.

Greidd laun námu 75 milljónum og jukust um þriðjung milli ára, en ársverk voru óbreytt 9. 10 milljónir voru greiddar í arð 2019 og 25 milljónir árið áður.