Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi hækkaði um 1,18% og endaði því í 1990,96 stigum eftir mikla lækkun síðasta mánudag. Heildarviðskipti dagsins námu um 948 milljónum króna.

Mest hækkun var á bréfum Heimavalla eða um 4,27% og er því hvert bréf í 1,22 krónum. Næst mest hækkun var á bréfum Icelandair sem hækkuðu um 3,21% og kostar nú hvert bréf 6,76 krónur. En eins og Viðskiptablaðið fjallaði um fyrr í vikunni náði verð bréfanna 7 ára lágmarki þá. Þriðja mesta hækkunin var á bréfum Marel eða um 1,57% og stendur hvert bréf nú í 582 krónum. Einnig hækkuðu bréf Össur um 1,76% en félagið er skráð í dönsku kauphöllina.

Mest lækkuðu bréf tryggingarfélagsins TM eða um 0,94% og standa bréfin nú í 31,5 krónur hvert. Næst mest lækkun var svo á bréfum Arion banka eða um 0,51% í 142,6 milljóna króna viðskiptum.

Íslenska krónan lækkaði lítillega gagnvart öllum sínum helstu gjaldmiðlum fyrir utan svissneska frankann sem lækkaði um 0,1%. Mest nam hækkun krónunnar gagnvart Bandaríkjadalnum eða um 0,24% hækkun.