Hlutabréfaverð streymisveitunnar Spotify hafa hækkað um 6,3% það sem af er dags og standa bréf félagsins nú í rúmlega 239 dollurum.

Bréf félagsins stóðu í 121 dollara hvert í byrjun apríl og hafa þau því tæplega tvöfaldast á undir þremur mánuðum. 17. júní síðastliðinn stóðu bréf félagsins í 191 dollara og hafa því hækkað um 25% síðan þá.

Hækkunin kemur í kjölfarið á því að Spotify hefur verið að færa út kvíarnar með því að bæta við sig hljóðvarpsþáttum en nú nýlega hefur félagið landað samning við bæði Joe Rogan og Kim Kardashian. Markaðsaðilar telja að aukið framboð af hljóðvörpum sé bæði líklegt til að auka notkun forritsins auk þess að fjöldi notenda munu líklegast aukast sem kann að skýra hækkunina.

Félagið hefur uppfært tekjuspá sína fyrir árið 2021, úr 10,17 milljörðum dollara í 10,46 milljarða.