Gengi hlutabréfa breska tískuvöruvöruframleiðandans Ted Baker lækkuðu um 35% við opnun markaða  í morgun í kjölfarið á því að félagið birti uppgjör fyrir fyrstu síðustu sex mánuði að 10 ágúst síðastliðnum. Félagið skilaði 23 milljón punda tapi á tímabilinu samanborið við 24,5 milljón punda hagnað á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Að mati David Berstein, stjórnarformanns Ted Baker er staðan langt frá því að vera góð og ef hlutirnir batna ekki er útlit fyrir að afkoma á seinni hluta ársins verði einnig verri á sama tímabili í fyrra. Þá segir hann að gífurleg samkeppni og lág verð hafi gert fyrirtækinu erfitt fyrir.

Sala dróst saman á öllum smásölumörkuðum Ted Baker fyrri helmingi ársins. Í Bretlandi og Evrópu lækkaði hún um 3,9%, í Norður-Ameríku um 3,1% auk þess sem sala á öðrum mörkuðum féll um 15,2%. Þá lækkaði netsala um 1,3% en á móti kemur að tekjur af heildsölu jukust um 4%.

Hlutabréf Ted Baker hafa lækkað um 62% það sem af er þessu ári og um rúmlega 80% frá því það stóð sem hæst undir lok árs 2015.Þá var þetta ekki í fyrsta sinn á árinu sem bréf félagsins lækka svo skarpt á einum degi en í júní birti félagið afkomuviðvörun fyrir fyrri hluta ársins þar sem verðurfari í Norður-Ameríku og lágum verðum var kennt um erfiðan rekstur.