Breska flugfélagið Flybmi er farið í þrot og hafa öll flug þess verið felld niður. Forsvarsmenn flugfélagsins segja að óvissa tengd Brexit ásamt erfiðleikum í fluggeiranum almennt, til að mynda hækkun eldsneytisverðs leitt til hins óumflýjanlega. Heildarfjárfesting í félaginu síðustu sex ár hefði numið um 40 milljónum punda, um 6 milljörðum króna.

Flugfloti félagsins taldi 17 flugvélar sem flugu á 25 áfangastaði í Evrópu. Starfsemi þess var í Bretland, Þýskalandi, Svíþjóð og Belgíu. Tæplega 400 manns störfuðu fyrir flugfélagið sem flutti 522 þúsund farþega í fyrra í 29 þúsund flugferðum.

Flugfélagið er langt því frá eina sem átt hefur í rekstrarerfiðleikum undanfarin misseri en þýska flugfélagið Germania var einnig lýst gjaldþrota í byrjun mánaðarins.