Breska hagkerfið tekur hægar við sér heldur en búist hafði verið við í maí en það óx um 1,8% miðað við mánuðinn á undan. Frá þessu er greint á vef BBC .

Framleiðsla og byggingaiðnaðurinn sýndu merki þess að staðan í þeim geira færi batnandi í maí og sum fyrirtæki hafi ráðið til sín starfsfólk að nýju. Breska Hagstofan sagði að hagkerfið væri staðnað.

Mikill samdráttur hefur átt sér stað undanfarna mánuði og er breska hagkerfið nú um 24,5% minna en það var í febrúar síðastliðnum samkvæmt upplýsingum frá bresku hagstofunni.

Að sögn hagfræðinga olli þessi litli vöxtur hagkerfisins í maí töluverðum vonbrigðum en hagfræðingar höfðu gert ráð fyrir 5% eða meiri vexti.