Breska pundið hefur fallið í morgun eftir að fréttir bárust af því yfir helgina að 40 þingmenn hefðu skrifað undir vantraustsyfirlýsingu gegn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Aðeins átta þingmenn í viðbót þurfa að skrifa undir slíka yfirlýsingu til þess að setja af stað formlega þingmeðferð um vantraust á forsætisráðherrann.

Pundið féll um 0,5% gegn dollara, evru og yeni að því er kemur fram á vef The Wall Street Journal. Það sem af er ári hefur pundið styrkst um 6,4% gagnvart dollara en er eftir sem áður 12% lægra eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrusvæðið í júní 2016.

Greinendur segja að stjórnmálaástandið í Bretlandi muni líklega verða mikilvægasti þátturinn í gengishreyfingum næstu mánuði miðað við hversu varfærinn Englandsbanki er við stýrivaxtahækkanir.