Breskir neytendur óttast mikla verðbólgu og efast um styrkingu pundsins. Þetta kemur fram á fréttaveitu Bloomberg.

Citigroup Inc. og YouGov Plc. hafa tekið saman væntingar neytenda frá árinu 2005. Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um útgöngu úr Evrópusambandinu, hafa verðbólguvæntingar rokið upp.

Samvkæmt samantekt Citigroup og YouGov spá neytendur nú 2,5% verðbólgu, en væntingar þeirra voru 1,7% í september. Um er að ræða mestu aukningu milli mánaða frá því að mælingar hófust.