Nýir dísel- og bensínbílar verði bannaðir í Bretlandi frá og með árinu 2040. Gripið verður til þessa ráðstafanna til þess að ráðast gegn loftslagsvandamálum að sögn breskra yfirvalda. Frá þessu er greint í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Einnig munu bresk yfirvöld eyða 255 milljónum punda til að takast á við mengun úr díselbílum. Brátt mun breska ríkisstjórnin birta nýja áætlun sína í loftslagsmálum. Að sögn umhverfisverndunarsinna lofa fyrirheit bresku ríkisstjórnarinnar góðu, en að málið eigi enn eftir að skýrast.

Fyrri áætlanir stjórnvalda mættu ekki stöðlum Evrópusambandsins, og voru umhverfisverndunarsinnar óánægðir með þau.