Velta í viðskiptum með hlutabréf í Kauphöllinni námu 2 milljörðum króna í dag og lækkaði Úrvalsvísitalan um tæpt hálft prósent í viðskiptunum. Ríflega helmingur veltunnar var vegna viðskipta með bréf Skeljungs og Brims eða fyrir rúmlega einn milljarða króna.

Skeljungur hækkaði um tæp 3% í viðskiptum fyrir 580 milljónir króna, en eins og Viðskiptablaðið greindi frá í dag festi félagið RES II 22 milljónir hluta í Skeljungi í dag, auk þess að gera framvirka samninga fyrir 109 milljónir hluta. Gengi bréfanna var skráð 8,4 krónur við lok viðskipta í dag.

Viðskipti með hlutabréf Brim námu 466 milljónum króna og hækkuðu bréfin um 1,4% í viðskiptunum. Þá hækkaði Origó um 2,1% í afar litla viðskiptum eða fyrir átt milljónum króna.

Töluverð viðskipti voru einnig með bréf Sjóvá eða fyrir 216 milljónir króna sem lækkuðu um fjórðung úr prósenti.

Mest lækkuðu bréf Regins eða um tæpt 1,5% í viðskiptum fyrir 24 milljónir króna. Þá lækkaði Icelandair um 1,1% í viðskiptum fyrir 81 milljónir króna og loks lækkaði markaðsverð Haga um tæpt prósent í dag í viðskiptum fyrir 65 milljónir króna.

Velta á skuldabréfamarkaði nam 5,3 milljörðum króna en mest var höndlað með RIKB 22 fyrir 713 milljónir króna en krafa bréfanna lækkaði um 2 punkta í viðskiptunum.