Félagið Brotafl ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta að því er kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Brotafl er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot sem skipta hundruðum milljóna króna að því er kemur fram á mbl.is

Á síðasta ári var greint frá því að héraðssaksóknari rannsakaði 5-10 fyrirtæki og að meðal þeirra væru Brotafl. Farið var í ellefu húsleitir þar sem lagt var hald á gögn og fjármuni auk þess sem um 100 kannabisplöntur fundust í einni leitinni.