Brú lífeyrissjóður hefur keypt 4,5 milljón hluti í fasteignafélaginu Eik. Ef miðað er við núverandi markaðsverð Eikar, sem er 9,1 króna fyrir hvern hlut, nema kaupin 41 milljón króna. Frá þessu er greint í tilkynningu.

Eftir viðskiptin á sjóðurinn 128 milljón hluti í Eik sem metnir eru á tæplega 1,2 milljarða króna. Brú á nú alls 5,1% í fasteignafélaginu.

Bréf Eikar hafa hækkað um ríflega 21% á undanförnum mánuði og um 37% á síðustu þremur mánuðum. Markaðsvirði félagsins er um 31 milljarður króna en Eik hagnaðist um tæplega 400 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi 2020 samanborið við 650 milljónir árið áður.