Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Í fréttatilkynningu segir að við afgreiðslu búvörusamninganna árið 2016 hafi verið lagt upp með að skipaður yrði sjö manna samráðshópur en í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna hefur fulltrúum fjölgað í annars vegar 12 og hins vegar 13. Hinn 30. desember sl. ákvað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að endurskipa í hópinn enda sé rétt að vinna hópsins taki m.a. mið af þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.

Alls eiga nú átta fulltrúar sæti í hópnum og fara tveir þeirra sameiginlega með formennsku. Samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga skipa:

  • Brynhildur Pétursdóttir, formaður (Neytendasamtökin)
  • Haraldur Benediktsson, formaður (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra)
  • Þórlindur Kjartansson (skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra)
  • Hafdís Hanna Ægisdóttir (skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra)
  • Jóhanna Hreinsdóttir (Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði)
  • Halldór Árnason (Samtök atvinnulífsins)
  • Sindri Sigurgeirsson (Bændasamtök Íslands)
  • Elín Heiða Valsdóttir (Bændasamtök Íslands)

Lögð verður áhersla á að hópurinn ljúki störfum sem fyrst og eigi síðar en í lok árs 2018.