„Þetta er ekki Trump, Þetta eru Bandaríkin." Þetta sagði sagði Warren Buffet, annar ríkasti maður heims þegar hann var hvort að Donald Trump ætti skilinn heiðurinn af hækkandi hlutabréfaverði í Bandaríkjunum frá því hann var kjörinn forseti í nóvember síðastliðnum. Bloomberg greinir frá.

„Ef ég yrði einhvern tíman kjörinn forseti myndi ég aldrei eigna mér heiðurinn af því hvað markaðurinn gerir" sagði Buffet í viðtali á PBS sjónvarpsstöðinni fyrr í dag. „Ástæðan er sú að ég myndi ekki vilja að mér yrði kennt um þegar markaðurinn færi í hina áttina."

Buffett sem er forstjóri og stofnandi Berkshire Hathaway eins stærsta fyrirtækis í heimi hefur í gegn um tíðina reynt að aðskilja stjórnmálaskoðanir sínar frá fjárfestingum. Þrátt fyrir að hann hafi stutt við bakið á Hillary Clinton í forsetakosningunum síðasta haust sagði hann reglulega að hagkerfi Bandaríkjanna myndi spjara sig vel burt séð frá því hver myndi sigra kosningarnar. Frá því að Trump sigraði kosningarnar hefur Buffett lagt áherslu á að í Bandaríkjunum sé til staðar kerfi sem hafi sýnt að það leiði til velmegunar.

Sagði hann að Bandaríkin muni áfram verða efnahagslegur leiðtogi en landið ætti einnig að vera siðferðislegur leiðtogi. „Bandaríkin eiga að standa fyrir fleiri hluti en að við séum ríkasta land heims." sagði Buffet að lokum.