Fyrirtæki Warren Buffet, Berkshire Hathaway Inc. hefur komist að samkomulagi um kaup á Whilhelm Schulz GmbH, sem framleiðir pípulagningabúnað.

Wilhelm Schulz var stofnað sem framleiðandi aukabúnaðar fyrir ryðfríar pípur árið 1945 og hefur fyrirtækið fært út kvíarnar á alþjóðamörkuðum síðan að því er fram kemur í frétt á Bloomberg .

Í febrúar sagði Buffett að hann byggist við því að Mark Donegan, framkvæmdastjóri hjá Berkshire, myndi finna fleiri kauptækifæri í kjölfar þess að fyrirtækið bætti við sig flugvélahlutaframleiðslufyrirtæki fyrir 37 milljarða Bandaríkjadala.

Berkshire fyrirtækið sem staðsett er í Portland, Oregon, ræður nú yfir mjög víðtækum framleiðslufyrirtækjum, sem framleiðir iðnaðarvörur fyrir þotuhreyfla og orkuver, sem og fyrir pípur fyrir olíu og gas iðnaðinn.

Þó hefur fyrirtækið ekki horft mikið útfyrir Bandaríkin, en Buffett hefur byggt fyrirtækið upp frá því að vera hnignandi vefnaðarframleiðslufyrirtæki, en árið 2008 ferðaðist hann til fyrirtækisins til að vekja athygli á því sem vænlegum kaupenda á fyrirtækjum víða um landið.

Buffett hefur keypt á síðustu árum mótórhjólafataframleiðanda, ítalskan framleiðanda iðnaðartraktora og farartækja sem flytja lestarvagna innan lestarstöðva. Einnig tilkynnti hann fyrr á árinu um kaup á ítösku pasta-framleiðslutækjaframleiðanda sem heitir Dominioni Punto & Pasta Srl ásamt veisluþjónustubúnaðarfyrirtækið Angelo Po.