Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að erlendir risar á smásölumkaraði hafi numið, og koma til með að nema land á Íslandi. Þeir tveir verslunarrisar sem hafa án efa vakið mesta athygli eyjaskeggja á Íslandi eru eflaust verslanakeðjurnar H&M og Costco. Þegar Costco verslunin var opnuð í Kauptúni í Garðabæ var stofnuð Facebook síða - sem ber nafnið: Keypt í Costco Ísl.-Myndir og verð. Það er ekki frásögu færandi fyrir utan þá staðreynd að í hópnum eru nú 82 þúsund manns eða um það bil 25 prósent allra Íslendinga.

Nú líður að komu H&M til Íslands, og er ráðgert að fyrsta verslun H&M á Íslandi, í smáralind opni í ágúst 2017. Verslunin verður 3.000 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. í tilefni af því hefur verið stofnaður sambærilegur Facebook hópur fyrir áhugafólk um málefni sem varðar sænsku fataverslunina: Keypt í H&M ísl- myndir og verð . Í yfirlýsingu frá stofnanda síðunnar kemur fram að á síðunni skuli H&M vera lofsamað auk þess að talað verði illa um aðila sem selja fatnað.

Svo virðist sem að hópurinn sé búinn til í góðlátlegu gríni gríni, en stofnandi hans, Hilmar Ægir Þórðarson, segir í samtali við Vísi að hann hafi fengið innblástur frá Costco-hópnum. Á síðunni er hægt að senda inn myndir, en áhugavert verður að fylgjast með hvort að hópurinn verði eins vinsæll og Costco hópurinn.