Rekstrartekjur húsnæðissamvinnufélagsins Búseta námu tæpum 2,5 milljörðum á árinu 2018. Afkoman nam 1,9 milljörðum króna, en þar inni í koma til viðbótar 1,8 milljarðar vegna matsbreytingar íbúðarhúsnæðis í eigu félagsins, að frádregnum tæplega 1,3 milljarða fjármagnsgjöldum.

Námu eignir samstæðunnar 42,3 milljörðum í árslok en eigið féð nam 15,1 milljarði. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar nam 35,7%. Bjarni Þór Þórólfsson er framkvæmdastjóri Búseta.