Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur tilkynnt um útgáfu á nýjum tölvuleik á sviði sýndarveruleika (Virtual Reality, VR) sem mun bera nafnið Sparc. Þetta kemur fram í tilkynningu frá CCP.

„Leikurinn  er væntanlegur síðar í ár og er í framleiðslu á starfsstöð CCP í Atlanta í Bandaríkjunum. Frumútgáfa af leiknum, sem bar heitið Project Arena, var til sýnis og prófunar á Fanfest hátíðinni í Reykjavík í fyrra. Í kjölfar jákvæðra viðbragða blaðamanna og almennra gesta þar, sem og og á nokkrum vel völdum viðburðum í kjölfarið, var ákveðið að ráðast í gerð fullbúins tölvuleiks úr hugmyndinni. Tilkynnt var um útgáfu á Sparc á GDC ráðstefnunni í San Francisco fyrr í dag, sem er ein stærsta tölvuleikjaráðstefna heims,“ segir í tilkynningunni frá fyrirtækinu.

Sparc verður fyrsti leikur CCP sem gerist ekki i EVE heimnum sem fyrst leit dagsins ljós í fjölspilunarleiknum EVE Online 2003. Síðan þá hefur CCP gefið út tvo aðra leiki sem gerast í sama heimi. Eru báðir leikirnir sýnudveruleikalekir; Gunjack og EVE Valkyrie.