Gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola hagnaðist um ríflega 161 milljarð á síðasta ársfjórðungi ársins 2015. Hagnaðurinn nam um 36 íslenskum krónum á hvern hlut.

Þá var velta fyrirtækisins á tímabilinu rúmlega 10 milljarðar Bandaríkjadala, sem nemur lækkun um 8% frá tímabilinu á undan. Þrátt fyrir lækkunina milli tímabila fór afkoma félagsins fram úr væntingum greiningaraðila, en þeir höfðu gert ráð fyrir 9,86 milljörðum Bandaríkjadala.

Hlutabréfaverð Coca-Cola hefur þá lækkað um 1% það sem af er ári og hefur hækkað um 3% á síðustu 12 mánuðum, en það er tiltölulega góð þróun ef miðað er við að 500 fyrirtækja vísitala Standard & Poor’s hefur lækkað um rúmlega 9% á árinu.