Áfengisdrykkjaframleiðandinn Constellation Brands Inc. sem framleiðir meðal annars Corona og Modelo bjórtegundirnar tilkynnti í dag að fyrirtækið hyggðist fjárfesta í kannabisframleiðslufyrirtækinu Canopy Growth Corp. Þetta kemur fram í Wall Street Journal.

Ástæðan fyrir fjárfestingunni er sú að fyrirtækið vill komst inn á ört vaxandi markað fyrir drykki sem innihalda kannabisefni. Fyrirtækið hyggst eyða 5,08 milljörðum kanada dollara (3,88 milljörðum bandaríkja dollara) til að stækka eignarhald sitt í kannabisframleiðslufyrirtækinu upp í 38%.

Með þessu er fyrirtækið að treysta á það að marijuana verði lögleitt í Bandaríkjunum á landsvísu. Þess má geta að Kanada stefnir að því að lögleiða marijunana næstkomandi október.

Markaðsvirði Canopy Growth 7,09 kanadadollarar en fyrirtækið sem stofnað var árið 2013 er stærsta kannabisframleiðslufyrirtækið sem skráð er á markað. Hlutabréf í fyrirtækinu eru skráð á markað bæði í Kauphöllinni í Toronto og í New York.