Costco hefur fengið leyfi fyrir því að fjölga bensíndælum. Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt umsókn heildsölurisans um byggingarleyfi. Þetta kom fram í fundargerð af fundi bæjarráðs Garðabæjar. Hægt er að skoða fundargerðirnar hér.

Nýverið óskaði Costco eftir því að fjölga bensíndælum sínum úr tólf í sextán. Samkvæmt deiliskipulagi Kauptúns er heimild fyrir fjórum dælueyjum, samtals sextán dæluslöngum. Eins og sakir standa eru dælueyjurnar þrjár talsins með tólf slöngum.

Langar raðið hafa myndast við bensínstöð fyrirtækisins en Costco selur bæði bensín og olíu á lægra verði en aðrar bensínstöðvar á Íslandi.