Eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í þessari viku kostaði lítrinn af dísilolíu 164,9 krónur. Verðið hefur nú verið lækkað um þrjár krónur og kostar lítrinn því 161,9 krónur.

Um er að læra lægsta díselverð á landinu. Ódýrasta dísilolían kostar tæplega 9 krónum meira hjá X-stöðvum Orkunnar.

95 Oktan bensínið kostar um 169,9 krónur, sem er einnig töluvert lægra en hjá öðrum íslenskum olíufélögum.