Óhætt er að segja að Costco muni veita Högum, Festi og öðrum íslenskum smásölufyrirtækjum mikið aðhald.

Bensínstöðvarnar verða þá ekki undanskildar en nú er orðið ljóst að Costco mun undirbjóða alla á markaðinum.

Lítrinn af bensíni hjá Costco mun kosta 169,90 krónur sem er 15,9 krónum betra verð en Orkan nær að bjóða.

Dísil mun þá kosta 164,90 krónur en ódýrasta verðið hefur verið hjá Orkunni og hefur lítrinn kostað 173,10 krónur þar.

Hægt er að skoða verðskrá bensínstöðvanna á GSMBensín.is