Daði Már Kristófersson hagfræðiprófessor hefur verið kjörinn varaformaður Viðreisnar á Landsþingi flokksins sem nú stendur yfir.

Tveir buðu sig fram í embættið, Daði og Ágúst Smári Beaumont, sem meðal annars hefur gegnt stöðu varaformanns Pírata í Borgarbyggð, en sagði skilið við flokkinn í september 2016.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var endurkjörin formaður flokksins mótframboðslaust fyrr í dag, en auk þess var kosin ný stjórn flokksins. Í henni taka nú sæti þau Benedikt Jóhannesson, stofnandi og fyrrum formaður flokksins, Axel Sigurðsson búfræðingur, Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur, Jasmina Vajzovic Crnac stjórnmálafræðingur, og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi flokksins í Reykjavík.