Mannréttindadómstóll Evrópu komst að því í morgun að íslenska ríkið hefði brotið á Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni. Dómurinn var birtur í morgun en hann má lesa hér .

Fyrir rúmum fjórum árum dæmdi Hæstiréttur Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggva Jónsson og Kristínu Jóhannesdóttur fyrir skattalagabrot í rekstri Baugs og Gaums.

Jón og Tryggvi kærðu ákvörðun hæstaréttar til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem dæmdi þeim félögum í hag nú í morgun.

Jón Ásgeir þarf því ekki að greiða 62 milljón króna sekt sem Hæstiréttur dæmdi hann til að greiða. Honum voru einnig dæmdar tæpar tvær milljónir króna í bætur.

Jón Ásgeir var dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi árið 2013, en Tryggvi í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi. Tryggvi fékk jafnframt 32 milljón króna sekt, en hann þarf einnig ekki að greiða þá sekt.