Vogunarsjóðsstjórinn Ray Dalio hefur talsverðar áhyggjur af alheimsbúskapnum og fjármálamörkuðum ef marka má nýjustu skrif hans á LinkedIn.

Áhyggjurnar beinast aðallega að framtíðinni, þar sem hann telur fyrirtæki sitt Bridgewater Associates ekki sjá nein hættumerki um þessar mundir sem gætu haft áhrif á þróun mála til skemmri tíma.

Það sem hræðir hann mest virðist vera há skuldastaða helstu ríkja heimsins og máttleysi seðlabanka í stóru myndinni.

Hann telur einnig að samfélagsleg og pólitísk átök hafi aukist til muna á síðustu árum og hefur áhyggjur af því að ástandið geti versnað ef hagkerfi heimsins dragast saman.