Bandaríkjadalur hefur veikst gagnvart helstu viðskiptamyntum sínum síðan Donald Trump lagði í innsetningarræðu sinni sem Bandaríkjaforseti áherslu á að setja Bandaríkin í fyrsta sæti í utanríkisstefnu sinni.

Veiktist hann um 1% gagnvart japanska jeninu en dalurinn veiktist gagnvart öllum 10 helstu gjaldmiðlum heims síðan ræðan var haldin á föstudag og heimasíðum forsetaembættisins var breytt þar sem fram kæmi að landið hygðist draga sig út úr fríverslunarsamningum sem nú eru í gangi.

Lækkaði Bandaríkjadalur mest um 0,9% gagnvart jeninu og stendur hann nú í 113,46 yenum, eftir að hafa lækkað um 0,2% á föstudag.