Daði Laxdal Gautason, svæðisstjóri íþróttaveðbankans Coolbet á Íslandi, tístir að Coolbet stefni að því að ráða um 100 starfsmenn á árinu. Hann segir að í þessu felist dauðafæri fyrir Íslendinga til að komast inn í hinn ört stækkandi veðmálaheim.

Viðskiptablaðið sagði frá því í nóvember síðastliðnum að bandaríska spilavítisfyrirtækið GAN hefði keypt Coolbet fyrir 149,1 milljarð evra, eða sem samsvaraði 24 milljörðum íslenskra króna.

Í tilkynningu um kaupin kom fram að starfsmenn Coolbet væru um 175 víða um heim. Af fjölda fyrirhugaðra ráðninga má vænta þess að fyrirtækið hyggi á mikinn vöxt á árinu.