Fatabúðin Debenhams hyggst segja upp 2.500 starfsmönnum sökum erfiðleika í rekstri vegna COVID-19 faraldursins.  Frá þessu er greint á vef BBC .

Fyrirtækið hefur nú þegar sagt upp 4000 starfsmönnum frá því í maí. Niðurskurðurinn verður í búðum Debenhams í Bretlandi og dreifingarmiðstöð fyrirtækisins. Í yfirlýsingu sagði fyrirtækið að það væri langt í það að salan færi aftur í eðlilegt horf.

Fyrr á þessu ári var greint frá því að 20 verlsunum Debenhams yrði lokað til frambúðar vegna áhrifa COVID-19 faraldursins.