Dí­ana Dögg Víg­lunds­dótt­ir hef­ur verið ráðin deildarstjóri hugbúnaðar- og veflausna hjá Premis ehf sem nýlega sameinaðist fyrirtækjunum Omnis og Netvistun.

Díana starfaði áður við þróun vefmála og rafrænni markaðssetningu hjá N1. Díana Dögg starfaði einnig hjá Há­skóla Íslands, frá 2008-2014. Fyrst sem verk­efna­stjóri vef­mála en frá ár­inu 2009 var hún vef­stjóri háskól­ans. Þar stýrði hún þróun vef­mála en vef­ur Há­skóla Íslands er einn af stærstu vefj­um lands­ins.

Dí­ana Dögg er með MA gráðu í blaða- og frétta­mennsku frá Há­skóla Íslands og BS gráðu í ferðamála­fræði og viðskipta­fræði með áherslu á stjórn­un. Dí­ana Dögg er formaður stjórnar fag­hóps um vef­stjórn­un hjá SKÝ og hefur verið í þeirri stjórn frá 2012.