Jamie Dimon, forstjóri JPMorgan, fékk 1 milljón dollara kauphækkun á síðast ári. Hann var þegar best launaðasti forstjóri fjármálafyrirtækjanna á Wall Street, með einar 28 milljónir á ári, eða því sem jafngildir 3.181 milljónum miðað við gengi dagsins í dag. Frá þessu er greint í frétt CNN um málið.

Dimon var álitinn líklegur að hljóta starf fjármálaráðherra í ríkisstjórn Donald Trump, en að lokum hlaut Steven Mnuchin, fyrrum yfirmaður hjá Goldman Sachs starfið.

JPMorgan skilaði verulegum hagnaði á árinu, eða 24,7 milljörðum og hlutabréf í bankanum voru í blóma á árinu 2016. Þau hækkuðu um 29% á næsta ári.