Vefur íslenska fyrirtækisins Dohop hefur verið kjörinn “Besti flugleitarvefur heims” (e. World's Leading Flight Comparison Website 2016) af World Travel Awards þetta árið. Dohop vann verðlaunin einnig 2014. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Dohop.

Dohop hóf störf árið 2004 og hefur frá upphafi haft höfuðstöðvar í Reykjavík.

„Með sigrinum telst Dohop vera í hópi stærstu fyrirtækja heims í ferðageiranum; fyrirtæki á borð við Lufthansa, Hertz, Hilton og Expedia. Dohop er jafnframt eina íslenska fyrirtækið sem tilnefnt hefur verið til lokaverðlauna World Travel Awards.

Fyrr á þessu ári var fyrirtækið valið Nýsköpunarverðlaun Íslands 2016 af Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins,“ kemur fram í tilkynningunni.

Haft er eftir Davíð Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Dohop, að hann telur það frábært fyrir Dohop fái þessi verðlaun. Þetta er fjórða árið í röð sem að Dohop er tilnefnd sem besta flugleitarvél í heimi og Davíð segir það undirstrika þá miklu vinnu sem hefur farið í vefinn og tæknina undanfarin misseri.