Umboðsmaður Alþingis, Tryggvi Gunnarsson, segir að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra upplýsti Bjarna Benediktsson forsætisráðherra um að faðir hans hefði skrifað undir meðmælabréf til stuðnings uppreisnar æru sakamanns hafi hún ekki brotið trúnaðarreglur.

Þetta tilkynnti Tryggvi á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun að því er RÚV greinir frá.

Hafði hann kannað hvort ástæða væri til að ráðast í frumkvæðisathugun á samskiptum ráðherranna í þessu máli, en ljós kom að ekki væri ástæða til að ráðast í slíka athugun. Ástæðan er sú að einfaldlega hefði ekki verið um trúnaðarbrot að ræða og engar reglur þess efnis verið brotnar.