Þegar viðskipti byrjuðu í kauphöllinni í New York fyrir rétt um hálftíma síðan virðist sem lát sé orðið á lækkunarhrinu hlutabréfa sem hófst í kauphöllinni þar fyrir rúmum sólarhing síðan. Hefur gengi bréfa í kauphöllinni hækkað nokkuð í fyrstu viðskiptum, en kauphöllinn opnaði fyrir viðskipti klukkan 14:30 að íslenskum tíma.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gærkvöldi og í morgun lækkaði Down Jones vísitalan og í kjölfarið vísitölur í Japan og Evrópu skart í gær, en nú virðist sem lækkunarhrinunni sé lokið í bili.

Hefur gengi Dow Jones hækkað um 1,09% og er hún komin upp í 24.611,04 stig þegar þetta er skrifað, og bætt við sig 265,29 punktum. Lækkunin í gær nam 4,60% og lækkaði hún þá um 1175 punkta, sem kom til viðbótar við 666 punkta lækkun á föstudag, eða 2,54%.