Vöruviðskipti í marsmánuði voru óhagstæð um 8,2 milljarða króna að því er Hagstofan greinir frá miðað við bráðabirgðatölur.
Er það minnkun á vöruviðskiptahallanum frá því í febrúar, en þá nam hann 12 milljörðum króna, en þá jókst hann mikið frá janúarmánuði þegar hann nam 4,6 milljörðum króna.

Verðmæti vöruútflutnings í mars nam 48,9 milljörðum króna en verðmæti vöruinnflutningsins nam 57,1 milljarði. Mismunurinn er því eins og áður sagði 8,2 milljarðar.

Verðmæti vöruútflutningsins í nýliðnum marsmánuði er um 9,2 milljörðum krónum hærra en á sama tíma fyrir ári, eða sem nemur 23% af gengi hvors árs. Hækkun var í öllum flokkum en mest munaði um að verðmæti útflutnings af sjávarafurðum og iðnaðarvörum hækkaði.

Verðmæti vöruinnflutnings hækkaði einnig, og voru þau 1,5 milljarði króna hærri en í marsmánuði 2017 eða sem samsvarar 3% af gengi hvors árs.