Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur hafið sölu á flugferðum frá Keflavík til Mílanó á Ítalíu. Fyrsta flugið verður 28. maí og stefnir EasyJet á að fljúga allt að þrjú flug í viku þegar mest lætur, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Isavia. EasyJKet bætist í hóp með Icelandair og Wizz Air yfir flugfélög sem fjúga beint á milli Keflavíkur og Milanó.

„Ákvörðun EasyJet að bæta við nýjum áfangastað er einkar ánægjuleg og skýrt merki um það hve vinsæll ferðamannastaður Ísland er. Eftirspurnin er greinilega mikil og við fögnum því. Það verður spennandi fyrir okkur að taka á móti fyrsta flugi EasyJet frá Mílanó til Íslands í næsta mánuði,“ segir Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og leiðarþróunar hjá Isavia.

Isavia gerir ráð fyrir að 24 flugfélög muni fljúga um Keflavíkurflugvöll í sumar, tveimur fleiri en flugu um völlinn í fyrra.

Lorenzo Lagorio, svæðisstjóri EasyJet á Ítalíu:

„Þökk sé þessari nýrri flugleið gefst viðskiptavinum EasyJet tækifæri til að uppgötva land í norður-Evrópu sem býður upp á einstaka náttúrufegurð. Landslagið er einstakt og kemur til með að heilla ferðamenn með eldfjöllum, jöklum og ólgandi hverum svo fátt eitt sé nefnt.“