Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Eaton Vance hefur eignast 5,57% hlut í Fasteignafélaginu reitum með kaupum á rúmlega 6 milljón hlutum í félaginu. Er eignarhlutur sjóðsins í Reitum nú kominn upp í 40.154.755 hluti, en fyrir átti félagið 34.109.755 hluti.

Miðað við verðmæti hvers hlutar í kauphöllinni þegar þetta er skrifað, eða 88,80 krónur á hlut, er heildarverðmæti hlutanna komið yfir 3,5 milljarða króna. Verðmæti viðbótarhlutarins er tæplega 537 milljónir króna, en frá því að markaðir opnuðu í morgun hefur gengi bréfa Reita hækkað um 0,85%.