Eftirspurn eftir flugfrakt á alþjóðavísu jókst um 12,7% í maí á sama tíma og útflutningur ríkja heimsins nálgast hæsta stig í sex ár. Þetta kemur fram í gögnum frá Alþjóða flugmálastofnuninni. Stofnunin segir tölurnar benda til þess að staða heimshagkerfisins og alþjóðaviðskipta sé enn sterk.

Í frétt Reuters um málið kemur fram að yfir 10% vöxtur hafi verið á öllum svæðum fyrir utan Suður-Ameríku. Framboð á flutningsplássi jókst einnig um 5,2%.

Þrátt fyrir þessar tölur, þá segir Alþjóða flugmálastofnunin að vöxturinn gæti hafa náð hámarki sínu. „Þar sem margt bendir til þess að vöxtur í fraktflugi hafi náð hámarki, þá þurfa flugfélögin að leggja áherslu á að bæta það virði sem þau bjóða upp á með því að flýta fyrir nútímavæðingu og verða viðskiptavinamiðaðri," sagði Alexandre de Juniac forstjóri Alþjóða flugmálatstofnunarinnar.

Stofnunin gerir ráð fyrir því að vöxtur á þriðja ársfjórðungi verði um 8%. Í síðasta mánuði uppfærðu Alþjóðasamtök flugfélaga spá sínu um vöxt í eftirspurn fyrir árið úr 3,5% í 7,5%.