Íbúum í Vogum á Vatnsleysuströnd hefur fjölgað um 6 prósent á tveimur árum. Samkvæmt nýjustu tölum er íbúafjöldinn nú 1.175 en í upphafi árs 2015 voru 1.102 íbúar í Vogum. Íbúar svæðisins voru 1.231 í upphafi árs 2008 en fór töluvert fækkandi allt til ársins 2015

Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum segir mikla eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á svæðinu þessar mundir. Þegar hafi verið rætt um að hefja undirbúning á miðbæjarsvæðinu, þar sem gert sé ráð fyrir talsverðum fjölda íbúða, og ekki útilokað að á næsta ári verði unnt að hefja úthlutun lóða á því svæði.