Hagnaður Austurlandahraðlestarinnar ehf. á árinu 2018 nam 28 milljónir króna samanborið við 25,4 milljónir árið áður og hækkaði því um 10%.

Rekstrartekjur félagsins lækkuðu um rúm 3% eða úr 448 milljónir í 434. Á sama tíma hækkuðu laun og launatengd gjöld félagsins úr 217 milljónum í 234,5 milljónir eða um 8% milli ára. Aðrar tekjur félagsins fóru úr 0 krónum árið 2017 upp í rúmlega 36 milljónir árið 2018 og því án þeirra hefði félagið skilað tapi.

Á sama tíma hagnaðist systurfélag Austurlandahraðlestarinnar, Austur-Indíafélagið, um rúmlega 7 milljónir króna árið 2018 samanborið við 4,8 milljónir árið áður. Tekjur þess félags jukust um 3,3% milli ára frá 168 milljónum í 173.

Eignir Austurlandahraðlestarinnar fóru úr 139 milljónum árið 2017 í 142 milljónir. Handbært félagsins lækkaði úr 42 milljónum niður í 17,3 milljónir en á sama tíma jókst krafa á tengd félög frá 0 krónum í 19,8 milljónir.

Eigið fé félagsins hækkaði úr 41 milljón króna í 73,6 milljónir eða um 80% milli ára. Á sama tíma lækkuðu skuldir félagsins úr 98 milljónum í 69 og því fór eiginfjárhlutfall félagsins úr 30% árið 2017 í 52%.

Eignir Austur-Indíafélagsins jukust frá 125 milljónum í 165 á sama tíma og skuldir félagsins fóru úr 27,2 milljónum í 66,6 milljónir. Því stendur eiginfjárhlutfall félagsins í 60%.

Eigendur Austurlandahraðlestarinnar eru tveir, Chandrika Gunnur Gunnarsson sem á 75% hlut og Austur-Indíafélagið sem á 25%. Stjórn félagsins leggur til að greiða úr 10 milljón króna arð. Chandrika er eini eigandi Austur-Indíafélagsins en það félag ætlar einnig að greiða út 10 milljónir í arð.