Í lok ágúst námu eignir lífeyrissjóðanna 5.500 milljörðum króna og hækkuðu um 155 milljarða frá fyrri mánuði eða um tæplega þrjú prósent. Þar af voru eignir samtryggingadeilda um 4.925 milljarðar, eða um 90% af heildareignum sjóðanna, en eignir séreignadeilda nam 576 milljörðum króna.

Í upphafi árs námu heildareignir lífeyrissjóðanna tæplega 5.000 milljörðum króna og hafa þær vaxið um ríflega 500 milljarða á fyrstu átta mánuðum ársins eða um 10%.

Sjá einnig: Eignir lífeyrissjóðanna aldrei meiri

Þá voru innlendar eignir lífeyrissjóðanna 3.649 milljarðar króna, þar af ríflega 2.000 milljarðar í innlendum markaðsskuldabréfum en eignir í hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum námu 816 milljörðum. Frá þessu er greint á vef Seðlabankans.

Erlendar eignir lífeyrissjóðanna námu 1.851 milljarði króna. Þar af voru nær allar eignirnar í erlendum hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum, eða alls 1.813 milljarðar. Hrein eign lífeyrissjóðanna nam 5.493 milljörðum króna.