Heildareignir lífeyrissjóðanna námu 5.300 milljörðum króna í lok júní. Þær höfðu hækkað um 118,5 milljarða milli mánaða eða um 2,3%. Þar af voru eignir samtryggingadeilda 4.745 milljarðar króna og séreignadeilda 552,5 milljarðar. Þetta kemur fram í ný birtu talnaefni Seðlabankans.

Innlendar eignir lífeyrissjóða námu 3.605 milljörðum og erlendar eignir 1.692 milljörðum króna. Eru eignir lífeyrissjóðanna nú tæplega 79% hærri en verg landsframleiðsla Íslands árið 2019 sem nam 2.965 milljörðum króna. Heildareignir viðskiptabankanna þriggja námu tæplega 4.000 milljörðum króna í lok annars ársfjórðungs. Því eru eignir lífeyrissjóðanna um 33% hærri.

Heildareignir lífeyrissjóðanna hafa vaxið um 11,3% milli ára en þær námu 4.760 milljörðum í júnímánuði 2019. Ef sá vöxtur sem átti sér stað milli júní og júlí 2020 yrði óbreyttur í ár myndu eignir lífeyrissjóðanna vaxa um 31,4%. Þær myndu þá nema 6.960 milljörðum í júní 2021.

Innlán í innlendum innlánsstofnunum hjá lífeyrissjóðunum námu 198,7 milljörðum og innlend útlán og markaðsverðbréf 3.281 milljarði.