Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,63% í dag og náði 1.715,59 stigum eftir viðskipti dagsins en heildarvelta á hlutabéfamarkaði var 1,6 milljarður króna. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði einnig um 0,31% og stóð í 1.356,84 stigum við lok dags eftir tæð 3,1 milljarðs viðskipti.

Mest hækkuð bréf Eikar fasteignafélags eða um 2,14% í 171 milljón króna viðskiptum en þau stóðu í 10,49 krónum við lokun markaða. Næst mest hækkun var á gengi bréfa Sjóvár, sem hækkaði um 1,15% í 56 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 17,60 krónur.

Ef Össur og HB Grandi eru frátalin, en óveruleg viðskipti voru með bréf félaganna tveggja, var mest lækkun var á gengi bréfa VÍS, sem lækkuðu um 1,05% niður í 12,22 krónur hvert bréf í 78 milljón króna viðskiptum. Næst mest var lækkunin á bréfum Haga eða 0,78% í 135 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,4% í dag í 1,6 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,3% í dag í 3 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,5% í 0,2 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 2,8 milljarða viðskiptum.