Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði um 0,37%, niður í 2.150,89 stig, í samanlagt 2,6 milljarða veltu á hlutabréfamarkaði í dag.

Gengi bréfa Eikar fasteignafélags hækkaði mest, eða um 2,27%, í 236 milljóna króna veltu, og fór það upp í 9,00 krónur. Næst mest var hækkun bréfa Skeljungs, eða um 1,80%, í 8,76 krónur, og nam veltan með bréfin 66 milljónum króna. Þriðja mesta hækkunin var á gengi bréfa Kviku banka, eða um 1,74%, upp í 10,53 krónur, í 288 milljóna króna veltu.

Sjóvá Almennar lækkuðu hins vegar mest, eða um 1,16%, niður í 19,13 krónur, í mjög litlum viðskiptum þó eða fyrir 5 milljónir króna. Næst mest lækkun var á gengi bréfa Sýnar, eða um 0,98%, í 36 milljóna króna viðskiptum og endaði gengið í 37,80 krónum.

Þriðja mesta lækkunin var á gengi bréfa Arion banka, eða um 0,66%, niður í 83,25 krónur, í 373 milljóna króna viðskiptum sem jafnframt voru þriðju mestu viðskiptin með bréf eins félags í kauphöllinni í dag.

Mest velta var hins vegar með bréf Marel, eða fyrir um 570 milljónir króna, og lækkaði gengi bréfanna um 0,64%, niður í 624 krónur. Næst mesta veltan var svo með bréf Reita fasteignafélags, eða fyrir um 447,3 milljónir króna, og hækkaði gengi bréfa félagsins um 1,32%, upp í 77,0 krónur.

Þriðja atvinnuhúsnæðisfasteignafélagið, Reginn, hækkaði einnig töluvert, eða um 0,85% í 228 milljóna króna viðskiptum, upp í 23,80 krónum.