Heildarvelta með hlutabréf á Aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag nam um 1,7 milljörðum króna. Mest velta var með bréf í Marel en hún nam um 359 milljónum króna, þar á eftir nam velta með hlutabréf í N1 315 milljónum króna.

Mest lækkaði verð á hlutabréfum í Eik en sú lækkun nam 2,85% í 113 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkaði verð á hlutabréfum í Reitum en hún nam 2,27% í 205 milljóna króna viðskiptum.

Mest hækkun var hjá Eimskipum en hún nam 1,72% í 32 milljóna króna viðskiptum. Næst mest hækkun var á verði á hlutabréfum í Sjóvá en hún nam 1,48% í 44 milljóna króna viðsktpum.

Hlutabréfavístala Kauphallarinnar hækkaði um 0,42% í viðskiptum dagsins.